fimmtudagur, apríl 21, 2005

Unglambið ég

Í fyrrakvöld var ég beðin um skilríki, í þriðja skiptið síðan ég kom hingað til Austurríkis! :)

Í fyrsta skipti var það í Wagrain þegar ég var að kaupa vodkaflösku í matvörubúðinni “Bist du schön 18 jahre alt?” var spurningin sem búðarkonan skellti á mig!
Já mín kæra búðarkona, það eru nú rúmlega fimm ár síðan ég náði 18.árinu.
2.skiptið var þegar ég tók þátt í einhverri cross-cultural könnun þar sem maður þurfti að vera tvítugur til að mega taka þátt og nú í þriðja skiptið þegar ég labbaði inn á bar með 4 vinum mínum (þrjú yngri en ég) var ég eina sem var stoppuð og beðin um skilríki. Ég var ekki með nein skilríki á mér en þegar ég sagði honum að ég væri 24 á árinu þá hleypti hann mér í gegn... held að það segist enginn sautján ára pía vera 24 ára til að komast inn!

Veit ekki hvað málið er. Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé tiltölulega “fullorðinsleg” á að líta, eða allavega svona míns aldurs-leg. ??? Guð má vita að ég var allt annað en fullorðinsleg hérna í denn, mjög barnaleg jafnvel, en ég hef ekki oft verið spurð um skilríki heima á Íslandi eftir að ég náði tvítugsaldrinum, kannski er það bara útaf því að ég fer alltaf á sömu staðina og dyraverðirnir hugsanlega farnir að kannast við andlitið? (tja, allavega á Prikinu!)
En hérna þyki ég allavega gífurlega ungleg og frísk :) Meira að segja krökkunum sem ég var að kenna, í Wagrain, var brugðið þegar ég sagði þeim hvað ég er gömul! Þau (sextán ára) héldu að ég væri svona átján eða nítján!!! Jessssörí!

Jamm jamm... að öðru. Er núna á internetkaffihúsi að bíða eftir lest frá Salzburg, inniheldur lestin sú sendingu til mín. Þar sem sending sú þótti of verðmæt til að senda í pósti ákvað Dagmar bara að afhenda hana in person :) Eða þá að ég sagði henni í dag að veðurspáin væri betri fyrir Graz en Salzburg svo hún ákvað bara að skella sér hingað með fyrstu lest eftir skóla og nota símasendinguna sem cover ;)
Síminn sumsé fannst á þriðjudaginn úti í blómabeði í garðinum hjá þeim! Einhver hress partýgestur hafði tekið upp á því að taka símann í sundur og henda honum út í garð! Ákaflega yndislegt fólk þarna í Salzburg! Þrátt fyrir að rignt hafði yfir hann segir Dagmar að hann sé við góða heilsu. Fjúfffhhh! Þvílíkur léttir.
Annars var nú voða fínt í Salzburg, fyrir utan þetta einstaklega frústrerandi atvik.
Best var föstudagskvöldið. Fyrirpartýið einkenndist af skandinavaþema, með einstaklega fríðum ljóshærðum svíum, þjóðernisstoltum Íslendingum og móðurlegum finnskum stelpum. Forréttur var í formi sænskra kjötbolla, alþjóðlegur aðalréttur með austurrískum blæ og eftirréttur finnskar rúsínubrauðbollur og íslenskur þristur. Partýið var hresst og Mozart er partýdýr sem ætti að fylgja sem flestum partýjum, þarna voru einnig vergjarnar ítalskar dömur, ofurdrukkin pólsk stelpa, ameríska stelpan sem fékk sér blund í miðju partýi (Cat!), Andy Warhole lookalike stærðfræðineminn frá Noregi og BonJovi þjóðverjinn.
Saman myndaði þetta allt einhverja undursamlega harmoníu sem skapaði einstaklega fallegt kvöld :)
Restin af helginni fór svo í sólbað og annað hangs með Damiedarling...

Sem minnir mig á það... tími til að sækja stelpuna út á lestarstöð!



þessar flörtuðu svakalega við Mozart Posted by Hello

laugardagur, apríl 16, 2005

Tilkynning!

Simanum minum var raent i gaerkvoldi, i "the crazy scandinavian Mozart party" hja Dagmar og co.... :( Jebb, thridja skiptid sem sima er raent af mer!
Fyrsta skipti var a bokhlodunni, manudi eftir ad eg fekk fyrsta simann minn, 2.skipti var a aettarmoti! (fallegt!) og jamm nuna nyja fina Ericsson simanum minum!

Sms og hringingar, thessa helgina, verda thvi ad vera i simann hennar Dagmar
=
00436507007434
Vinn svo i thvi ad redda mer sima og korti a.s.a.p eftir helgi.

Scheisseblitzen er ord dagsins!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Sveitt eins og brefberi...

eftir lestur sidustu daga!
Til allra lukku er solin og sumarid farid i sma pasu a medan eg sit sveitt vid skrifbordid og les heilu lagabalkana og i rauninni allt sem eg kemst yfir i.s.v. Bradabirgdastjorn Sameinudu thjodanna i Kosavo (UNMIK).
Eg nefnilega skradi mig i UN-simulation kurs, thvi eg helt thad yrdi svo hressandi ad fara i frikeypis skemmtiferd til Lublijana. Thau UN-simulation sem eg hef heyrt af hingad til hafa nefnilega snuist um hressandi politiska umraedu og svo ja, djamm!
Thar sem ad eg er skiptinemi reyni eg nefnilega ad velja frekar easy-going kursa sem heimta ekki of mikid af minum tima og gefa helst eitthvad skemmtanagildi.
Lysingin a thessum kurs hljomadi thvi ekkert fjarri lagi.
5 ECTS einingar fyrir ad maeta 3x 3 tima og svo 2 daga i Lublijana
+ eitt hopverkefni.

En eg hlyt ad hafa gleymt ad lesa sma letrid thar sem stod sennilega "en inn a milli thurfid thid ad lesa hellings helling af erfidum lagatexta, hluta a thysku, og vera almennt vel ad ykkur i evropskum logum" uffhhpuffhhh

Reyndar verd eg ad vidurkenna ad vid hofdum alla paskana til ad lesa thetta efni... en eins og thid vitid eyddi eg minum paskum i olpunum vid einhverja allt adra idju en lestur!

Thad var reyndar komid svo, um tvoleytid i nott, ad eg var virkilega farin ad hafa ahuga a thvi sem eg var ad lesa! Gott ad eg er ekki med netid heima, tha hefdi eg sennilega farid ad leita mer ad enn meiri upplysingum um Kosovo og eiginlega bara strid almennt. Thess i stad fekk eg Sanju, medleigjanda minn fra Bosniu, i umraedur um stridid i hennar heimalandi... thegar mamma hennar fludi ur landi med hana og brodur hennar og settist ad i Thyskalandi, en thad er allt onnur saga sem eg geymi til betri tima.

Ad verda of sein i 3 tima setu i UN kursinum, vonandi man eg eitthvad af thessu 3 vikna efni sem eg las a 2 dogum!

chiao

mánudagur, apríl 04, 2005

You give me miles and miles of mountain and I’ll ask for the sea

Komin heim! ... a.k.a Graz :) og á lífi!
Hingað til hef ég ekki getað talað um Graz sem heima, en eftir að hafa verið í 2 vikur í burtu finnst mér eins og ég sé að koma heim og ég er ekkert nema sátt við það.

Þrátt fyrir að Wagrain hafi verið yndisleg er ég ofsalega fegin að vera komin til Graz. Ég er svo andlega og líkamlega þreytt að mér líður eins og ég sé búin að vera þarna heilt season! Þarf að hlaða batteríin, skokka og einhvernvegin hreinsa út sukk síðustu vikna... borða ávexti í viku eða eitthvað (hehe Sara þú manst hvernig það gekk síðast!)
Síðustu 2 vikum má einna helst líkja við útskriftarferð, nema það að ég þurfti að vakna á morgnana til að mæta í vinnuna og vera hress skíðakennari. Mér tókst það reyndar með eindæmum vel og fékk þvílíka kveðjugjöf frá seinni enska hópnum mínum; vodkaflösku, 4x redbull dósir, konfektkassa og 30 evrur! :) hehe Augljóst að ensku hóparnir vita út á hvað skíðakennaralífið gengur. Fyrir 3 árum fékk ég einmitt 2 hvítvínsflöskur og aspirín frá ensku grúppunni minni.

Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan vorum við Sara Hlín á interraili á Ítalíu eftir að hafa verið skíðakennarar í litla krúttlega bænum “okkar” í 3 og ½ mánuð!
Það var endalaust skrítið að koma þangað aftur án hennar. Ég gat ekki annað en hugsað non-stop til hennar, svo ótrúlega margar minningar af okkur í ekkuru rugli eða bara að njóta áhyggjulausa lífsins þar.
Eina sem hefði getað gert lífið betra núna í Wagrain hefði verið að hafa Sörusín hjá sér og búa í kósý íbúðinni okkar. Núna bjó ég með austurrískri stelpu, í ógeðis Juniorlandi, sem borðar einu sinni á dag en reykir gras 4 sinnum á dag! Meikar náttúrulega fullkomið sense! Ég ætlaði að vera hérna í 3 vikur, en sá það strax eftir 3 daga að ég gæti bara verið í 2 vikur. Ekki alveg nógu gott umhverfi til að læra allt sem ég á að gera í páskafríinu. Þeir sem muna eftir því þegar við Sara Hlín vorum hérna vita hversu mikið djamm var á okkur... þegar maður er hérna í svona stuttan tíma er það ENN meira!
En nei ég er ekki að kvarta! Lífið er svo ljúft í Wagrain. Ég var að kenna ótrúlega skemmtilegum enskum skólakrökkum í sól og hressandi stemmingu (fyrir utan 2 daga af greeeenjandi rigningu!). Skaðbrenndist reyndar á enninu fyrsta daginn, en það fylgir. Skipti um ham og er komin með glænýtt, fallegt enni og er vel tönuð. :)

Páskar í Wagrain voru fínir. Mamma sendi mér páskaegg og pabbi harðfisk :) híhí svo páskarnir mínir voru með smá íslenskum keim, þó ég hafi nú ekki fengið neina steik í kvöldmat (popp!) Fór samt út að borða daginn áður og fékk besta mat sem ég hef fengið síðan ég lagði land undir fót og yfirgaf mömmumat á Íslandinu góða.

Jammjamm... Ég held að myndirnar frá síðustu 2 vikum segi nógu mikið til að ég geti sleppt við að koma með alla ferðasöguna. Svo er það líka óskrifuð regla hjá skíðakennurnum þar að sumt sem gerist í Wagrain helst í Wagrain. ;)

En núna er ég farin að þrá svefn í mínu hreina herbergi svo ég verð að segja þetta gott í bili. Mun taka mig á í bloggedíbloggi og lofa að þið þurfið ekki að bíða 2 vikur eftir næsta bloggi. Þangað til næst getið þið dundað ykkur við að skoða hellingshelling af myndum sem ég var að henda inn. Viel Spass!

Hamingjuóskir til Esterar litlu frænku sem var að fermast í gær OG líka til SöruHlínar minnar sem er farin að fljúga riiisa fluvélum fyrir Icelandair :) (ohh so proud!)
Þangað til næst... elskið friðinn, strjúkið kviðinn og hafið það sem allra best!

Whole lotta looovin
ykkar
Áslaug

(p.s sumar myndirnar eru teknar sérstaklega fyrir Söru Hlín og hafa enga meiningu fyrir aðra og mamma heimtaði líka myndir af ógeðis juniorlandi og fleira... verðið að afsaka það )