þriðjudagur, júlí 05, 2005

Næstum ahh búúú

Eiginlega búin að pakka, búin með allt skóladót og er bara upptekin við að segja bæ við Graz og versla í H&M... maður verður jú að nýta síðustu dagana í borg þar sem er actually töff H&M!

Þó að ég eigi sennilega eftir að sakna ljúfa lífsins hérna, þá hlakka ég ótrúlega mikið til að koma heim akkúrat núna. Fullt af hlutum sem ég hlakka til að gera, ofsa venjulegum hlutum eins og að horfa á sjónvarpið, gera allt og ekkert með vennunum mínum, borða grillmat á hverjum degi einsog er skylda á Íslandi á sumrin, sofa í stóra endalaust þægilega rúminu mínu, tala íslensku allan daginn og já bara fullt af hlutum sem maður pælir ekkert í hvað eru frábærir þegar maður býr heima.
Ég hlakka til dæmis alveg ótrúlega mikið til að keyra bílinn “minn”. Þótt að það sé ofsalega kósý að labba allt sem maður fer, getur það líka verið svolítið þreytandi þegar maður er að flýta sér.
Gott dæmi um það hvað ég er búin að labba mikið hérna eru skórnir sem ég keypti mér fyrir 2 mánuðum síðan, þeim þarf ég að henda áður en ég fer heim. Og útfrá því er einmitt hægt að sjá gott dæmi um það hvað ég er búnað sötra mikinn bjór hérna, að ég sé búin að fitna, þrátt fyrir að hafa gengið svona mikið! Ég græt það nú svosum ekkert, bjórbumban mín fína er sennilega besti og dýrasti minjagripurinn sem ég tek með mér héðan og þrátt fyrir að þurfa að eyða næstu mánuðum í ræktinni þá myndi ég ekki breyta neinu þó ég gæti hoppað aftur í tímann.... þetta var alveg þess virði.

Kvöldinu í kvöld ætla ég svo að eyða í síðasta kveðjupartýinu áður en ég fer heim, en það er einmitt mitt eigið. Þar sem að nú hafa officially allir skiptinemarnir sem ég þekkti yfirgefið Graz, mun þetta vera frekar fámennt kveðjupartý – ég, meðleigjendurnir mínir og svona cirka 4 austurrískar vinkonur.

Ykkur hin sé ég svo ekki á morgun heldur hinn!