þriðjudagur, júní 14, 2005

Á morgun segir sá...LATI

tja eða alveg þangað til sá lati fær pppPanickattack þegar hann fattar að á morgun er skiladagur!
Þannig cirkabout er lífið hjá mér þessa dagana, hver einasti dagur virðist vera skiladagur fyrir eitthvað! Er alveg að sjá það núna að próflausir kúrsar eru ekki alveg minn tebolli.
Ég sem hélt að ég þoldi ekki próf og væri til í að dreifa þessu jafnt og þétt yfir önnina með verkefnum hér og þar... eimmitt! Þannig gæti það kannski verið fyrir últraskipulagt fólk, sem kann á þennan skóla og eru ekki skiptinemar.
Ég mætti til að mynda í tíma um daginn og sá að það voru allir með einhverjar möppur með sér
“hva! Hvað er nú þetta?” spurði fávís skiptineminn
“jú “the semesterportfolio” með uppsöfnuðum heimaverkefnum þessarar annar!”
“aha... og hví hafið þér þetta meðferðis í dag?”
“jújú, skiladagur í dag!”
Jahá, en gaman. Ég sumsé vissi af þessu portfolio-i, því það á að skila svolleiðis í nánast öllum kúrsum sem ég er í, en ég hafði ekki minnstu hugmynd um að það ætti að skila því þennan dag, hélt að það væri bara í lok annar eins og í hinum kúrsunum (jájá ég veit að núna er svosum komið að “í lok annar”). Ég er því búin að vera undanfarna daga, sveitt við skrifborðið heima að reyna að klára öll þessi verkefni sem ég á að vera búin að vinna jafnt og þétt! Svitinn er reyndar ekki tilkominn af svakalegum tilþrifum við portfolio-gerð, heldur vegna hitans sem aftur er lagstur yfir Graz, eftir smá fjarveru (*hóst* Söruaðkenna!)
Maður er líka að verða svona helvíti fínt tanaður eftir lestur úti á svölum

Ásamt lærdómslestri er ég líka farin að lesa hina ýmsu bæklinga um sögu Graz.
Sara Hlín var ekki nógu ánægð með city-tourinn sem ég gaf henni og fannst ég vita heldur lítið um sögu Graz. Ég skil ekkert afhverju það var ekki nóg að fá lýsingar eins og “já hérna er Ráðhúsið og hjá innganginum standa fjórar styttu-kellingar... nei bíddu það vantar eina og aha ein af þeim er karlmaður! En sjáðu gosbrunninn þarna, þar ofaná standa fjórar kellingar”
Ég er því farin að búa mig undir að mamma og pabbi spyrji mig jafn kjánalegra spurninga og Sara Hlín (eins og ééég eigi að vita afhverju það vanti eina kellinguna!) þegar þau koma. Þá mun ég sko geta veitt þeim the grand-tour með einstaklega áhugaverðum lýsingum á hinum ýmsu styttum og byggingum, sehr interessant!

En jamm... farin í keilu

Á bara um 2 vikur eftir hérna í Graz og eru nákvæmlega 3 vikur og 2 dagar í heimkomu

Hlakka ofsa mikið til... en samt smá ekki!