mánudagur, apríl 04, 2005

You give me miles and miles of mountain and I’ll ask for the sea

Komin heim! ... a.k.a Graz :) og á lífi!
Hingað til hef ég ekki getað talað um Graz sem heima, en eftir að hafa verið í 2 vikur í burtu finnst mér eins og ég sé að koma heim og ég er ekkert nema sátt við það.

Þrátt fyrir að Wagrain hafi verið yndisleg er ég ofsalega fegin að vera komin til Graz. Ég er svo andlega og líkamlega þreytt að mér líður eins og ég sé búin að vera þarna heilt season! Þarf að hlaða batteríin, skokka og einhvernvegin hreinsa út sukk síðustu vikna... borða ávexti í viku eða eitthvað (hehe Sara þú manst hvernig það gekk síðast!)
Síðustu 2 vikum má einna helst líkja við útskriftarferð, nema það að ég þurfti að vakna á morgnana til að mæta í vinnuna og vera hress skíðakennari. Mér tókst það reyndar með eindæmum vel og fékk þvílíka kveðjugjöf frá seinni enska hópnum mínum; vodkaflösku, 4x redbull dósir, konfektkassa og 30 evrur! :) hehe Augljóst að ensku hóparnir vita út á hvað skíðakennaralífið gengur. Fyrir 3 árum fékk ég einmitt 2 hvítvínsflöskur og aspirín frá ensku grúppunni minni.

Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan vorum við Sara Hlín á interraili á Ítalíu eftir að hafa verið skíðakennarar í litla krúttlega bænum “okkar” í 3 og ½ mánuð!
Það var endalaust skrítið að koma þangað aftur án hennar. Ég gat ekki annað en hugsað non-stop til hennar, svo ótrúlega margar minningar af okkur í ekkuru rugli eða bara að njóta áhyggjulausa lífsins þar.
Eina sem hefði getað gert lífið betra núna í Wagrain hefði verið að hafa Sörusín hjá sér og búa í kósý íbúðinni okkar. Núna bjó ég með austurrískri stelpu, í ógeðis Juniorlandi, sem borðar einu sinni á dag en reykir gras 4 sinnum á dag! Meikar náttúrulega fullkomið sense! Ég ætlaði að vera hérna í 3 vikur, en sá það strax eftir 3 daga að ég gæti bara verið í 2 vikur. Ekki alveg nógu gott umhverfi til að læra allt sem ég á að gera í páskafríinu. Þeir sem muna eftir því þegar við Sara Hlín vorum hérna vita hversu mikið djamm var á okkur... þegar maður er hérna í svona stuttan tíma er það ENN meira!
En nei ég er ekki að kvarta! Lífið er svo ljúft í Wagrain. Ég var að kenna ótrúlega skemmtilegum enskum skólakrökkum í sól og hressandi stemmingu (fyrir utan 2 daga af greeeenjandi rigningu!). Skaðbrenndist reyndar á enninu fyrsta daginn, en það fylgir. Skipti um ham og er komin með glænýtt, fallegt enni og er vel tönuð. :)

Páskar í Wagrain voru fínir. Mamma sendi mér páskaegg og pabbi harðfisk :) híhí svo páskarnir mínir voru með smá íslenskum keim, þó ég hafi nú ekki fengið neina steik í kvöldmat (popp!) Fór samt út að borða daginn áður og fékk besta mat sem ég hef fengið síðan ég lagði land undir fót og yfirgaf mömmumat á Íslandinu góða.

Jammjamm... Ég held að myndirnar frá síðustu 2 vikum segi nógu mikið til að ég geti sleppt við að koma með alla ferðasöguna. Svo er það líka óskrifuð regla hjá skíðakennurnum þar að sumt sem gerist í Wagrain helst í Wagrain. ;)

En núna er ég farin að þrá svefn í mínu hreina herbergi svo ég verð að segja þetta gott í bili. Mun taka mig á í bloggedíbloggi og lofa að þið þurfið ekki að bíða 2 vikur eftir næsta bloggi. Þangað til næst getið þið dundað ykkur við að skoða hellingshelling af myndum sem ég var að henda inn. Viel Spass!

Hamingjuóskir til Esterar litlu frænku sem var að fermast í gær OG líka til SöruHlínar minnar sem er farin að fljúga riiisa fluvélum fyrir Icelandair :) (ohh so proud!)
Þangað til næst... elskið friðinn, strjúkið kviðinn og hafið það sem allra best!

Whole lotta looovin
ykkar
Áslaug

(p.s sumar myndirnar eru teknar sérstaklega fyrir Söru Hlín og hafa enga meiningu fyrir aðra og mamma heimtaði líka myndir af ógeðis juniorlandi og fleira... verðið að afsaka það )