þriðjudagur, febrúar 22, 2005

I’m like Stevie Wonder but I can see things

Ekkert virðist ganga að fá internetið í herbergið til mín og þangað til skólinn byrjar í næstu viku halda blogginn áfram að standa á sér. Þýskukúrsinn er nefnilega ekki alveg á háskólalóðinni og ég nenni bara svo sjaldan að fara út í skóla til að sitja þar ein í tölvunni, allt of margir betri kostir í boði!
Í síðustu viku er ég til dæmis búin að fara á útimarkað og kaffihús með þýskukúrsnum, RISAstóra verslunarmiðstöð með Cat (meira að segja henni fannst hún stór, og hún er frá AMERÍKU), djamma smá, skokka, týnast, hanga, og já svo er ég búin ad horfa a nokkra þætti í 2.seríu af One Tree Hill. Er einmitt hérna á netkaffihúsi til að ná mér í meira til að horfa á (fleiri O.C og O.T.H)
Þessir þættir eru náttúrulega hreinasta unun að horfa á! O.C er meira uppáhalds mitt, en nýja One Tree Hill gefur fleiri fleiri kjánahrolla og jafnvel ENN fleiri en fyrri serían
Það er margt ótrúlega merkilegt við þessa nýju seríu. Allar nýju flétturnar og dramað. Dóp, lauslæti, spítalar, körfubolti, vonda ríka fólkið, fallega fólkið og góðu nördarnir... ahh þetta er allt svo yndislegt og lærdómsríkt.
Án þess ad kjafta neinu, þá er þarna eitt atridi eins og klippt úr raunheiminum. Þegar ein einkar fönguleg stúlka hyggst afklæðast fyrir framan Lukas og biður hann um að læsa hurðinni að herberginu sem þau eru í (note: gerist i partýi eftir svona prom ekkvað) Þá segist Lukas ekki vera tilbúinn og segist vera búinn að lofa sjálfum sér að vera ástfanginn næst þegar nokkuð slíkt gerist. Jájá svona er þetta! Maður er alltaf að heyra þetta, ég og mínar vinkonur erum alltaf að lenda í svipuðum aðstæðum. Strákurinn ekki tilbúinn og vill vera ástfanginn áður en hitiogsviti færist í leikinn! ammmm soneretta!
Eitt af því sem mér þykir líka merkilegt vid nýju seriuna, thad virdist vera sem einhver hafi stolid skonum hans Lukasar!!! Madurinn a bara sandala i thessari seriu!!!
Grey strákurinn.

Ég má nú reyndar varla við því að horfa á þessa þætti núna, svo uppfullt er líf mitt af unglingadrama. Ekki nóg með allt dramað sem fylgir því að eiga 21 árs gamla amríska vini sem eru komnir til Evrópu að rebellast og upplifa allar sínar afkáruðu hugmyndir um okkur evrópubúana, nei ekki nóg með það, heldur er ég sjálf að lenda í furðulegustu aðstæðum í þessu merkilega þjóðfélagi.
Bara um helgina lenti ég í nokkrum frekar furðulegum, en get ég þó bara sagt frá einu þeirra hérna. Í gær á leiðinni til Cat (býr í ghettoi Graz, alvöru ghettoi!!) byrjar ungur þeldökkur maður að tala við mig og eltir mig út úr lestinni. Vildi ólmur fá að kynnast mér og þar fram eftir götunum, þegar ég sagði nei takk þá ályktaði hann nottla það líklegasta... að ég væri racisti!!! YEP eimmmmitt, enginn önnur skýring! Hafna svona góðu tilboði frá manni sem elti mig úr lestinni!
Hann hætti nú samt ekki að elta mig sama hvað ég sagði honum að drulla sér í burtu, endaði svo með því að hann lofaði að fara ef ég myndi taka númerið hans! Ég gerði það en sagði ekki sjens á að ég myndi hringja... lokaorð hans voru “ohh you will baby, u will” eeuuuwwwwwwww.... hefði helst viljað gefa honum eitt mjög fast SLAP, en held það hefði bara komið mér í meiri vandræði.
Kannski óþarfi að taka fram að ég eyddi númerinu hans út tveim sekúndum síðar. Ógeðisógeð!

Fyrir utan þetta er lífið bara ennþá ljúft hérna. Ótrúlega gaman síðasta föstudag.
Bauð Rob og Cat í mat og þau komu með rauðvín með sér, 2 lítra hvort og ég var nýbúin að opna eina flösku. Cat varð eitthvað þreytt og “sofnaði” áður en við fórum á barinn, svo við Rob fórum bara tvö. Er að henda inn myndum frá því.
Síðasti dagurinn í þýsku á morgun frí svo fram á þriðjudag í næstu viku. Stefnan tekin á skifahren um helgina (annaðhvort í Slóveníu eða hérna í Schladming).
Hlakka SVO mikið til! Og líka að byrja í skólanum. Kominn tími til!

Jamm, verður ekki meira í bili.
Komment away!