miðvikudagur, janúar 12, 2005

SHETTT!!!

Nú ættu að koma öll blótsyrði sem ykkur dettur í hug.... ég læt það vera og skil það eftir fyrir ímyndunarafl ykkar!
HVAÐ SKAL GERA???
Blákaldur raunveruleikinn tók á móti mér þegar ég mætti til vinnu í morgun.
Skonrokk og X-ið DÁIÐ!!! sjæææææseblitzen!!!
Tvíhöfðamenn voru í gær að tala um að þeir væru að hætta... en en en þeir sögðust koma í dag! Svo mætir maður bara og bara EKKERT! ppppppANKIKK
Ekkert að venja mann af neitt, bara kippt í cold turkey á núinu!

Og hvað? hvað nú???
Ég mæti í vinnuna, hérna á Landsspítalanum, klukkan 7 á morgnana og það eina sem hefur komið í veg fyrir að ég mæti seint, er sú keppni um það hver mætir fyrstur og fær þar af leiðandi að ráða á hvaða útvarpsstöð er stillt (allavega fyrst um sinn).
Við erum sumsé fjögur sem vinnum saman í einu rými. Tvö íslensk, einn thailenskur og ein víetnömsk.
Ég og hinn íslenski, viljum bara hlusta á tvíhöfðann sinn og svo bara x-ið, skonrokk eða Rás2 út daginn.
Þessi thailenski stillir oftast á FM, en kippir sér ekki upp við það ef frekjan ég skipti.
Ef það vill svo óheppilega til að sú víetnamska mætir fyrst, þýðir það fyrstu klukkutímar morgunsins fara í víetnamskt TEKNÓ eða KISS FM!!!!

Nú er ég ekki að segja að ég sé of svöl til að hlusta á aðrar stöðvar og læt vel við una að hlusta á þetta af og til, en klukkan SJÖ á morgnana að hlusta á lög einsog "mæjahííímæjahaaamæjaúúhhúú" og "I can't wait for the weekend to begin".... nei ég er bara ekkert til í að byrja spennt eftir helginni klukkan sjö á mánudagsmorgni! Svo ég taaali nú ekki um víetnamska teknóið... ég sem hélt að teknó gæti ekki verið verra! Það er sem þeir segja.... það er lang best unplugged!!!

Jæja, sjáum hvað setur, þetta hefur nú gerst áður! Hlýtur ekki einhver að bjarga þessu? Varla getum við verið án rokkútvarpsstöðvar á Íslandi, hvað yrði þá um framtíð þessa lands? Yrði allt landið einn Norðfjörður/Selfoss???

Að öðru.
Slappur bloggari hún laulasín, biðst ég afsökunar á því kæru vinir. Bloggandinn yfirgaf mig nefnilega og en hef ég nú endurheimt hann aftur...
Syndugt líferni hefur einkennt mig undanfarnar vikur... græðgi í formi vinnu, ofát í formi jóla, leti í formi þynnku.... og ætli ég fari nokkuð mikið út í aðrar syndir.
Good times
Jól, Gamlárskveld, nýárskveld, júllukveld.... good times!

Vinkonuhópurinn sem ber það góða nafn "júllurnar" fór í árlegt jólaútaðborða á föstudaginn síðastliðinn.... sjæsebliiitzen hvað var gaman!
Kvöldið byrjaði nokkuð dannað á Austur-Indiafjélaginu, en varð nokkuð fljótlega frekar sveitt eftir hníííífjafna SingStarkeppni og nokkur Ahoj tequilaskot, en töluverður hluta af myndunum fær aldrei að líta dagsins ljós fyrir almenningi

The júlls Posted by Hello

Fólk var eitthvað hissa á jesútitlinum hjá mér í síðustu færslu, en þetta er lag með CocoRosie. Svo að nú vitið þið að ef þið fattið ekki titla á bloggunum hjá mér, eru það sennilega setningar úr lögum eða lagaheiti.

Myndir má nálgast á myndasíðunni minni

Svo eru bara 3 vikur (mínus einn dagur) í brottför!

latersss