þriðjudagur, desember 28, 2004

jesus loves me

jólin komin og farin og ég hélt fast í allar hefðir og var því veik.
Ég er þó búin að setja mér það markmið að verða ekki meira veik á þessu ári, en hún Rax heldur því fram að mér muni takast að batna og verða aftur veik fyrir áramót!
Hef sett mér auðvelt áramótaheit í ár -> vera minna veik á næsta ári en þetta árið, jafnvel bara miklu minna veik.... tja ef ekki bara svona meðalveik eins og venjulegt fólk!

Svo er enn einni hefðinni haldið við, skipta jólagjöfum (úffh skömmustuleg að segja frá þessu!) .... en í ár verður fjórum gjöfum skipt! :S sorry sorry allt hið elskulega fólk sem vildi svo vel! ... en ég veit bara ekki alveg hvað ég eigi að gera við eða hvar ég eigi að geyma t.d Gittu Haukdal dúkkuna!?!

Annars var ég svakalega ánægð með allt, Gittudúkkan gladdi meira að segja ofsalega mikið (sprakk allav úr hlátri) :) Margir sem vilja passa að ég gleymi þeim ekki í Austurríkinu, fékk 2xwebcam, headset fyrir skype, nýjan síma, armband með ísl fánanum, lúffur m ísl litunum, geisladisk m íslenskum þjóðlögum!, myndir af vinum mínum.... ect. TAKKS!

en já ok, verð að reynað gera þessa myndasíðu! skiliiiigggi tölvur!
er samt voða glöð so far með síðuna... nema það að enskur vinur minn var að benda mér á eitt sem ég var ekki búnað fatta í.s.v nafnið á blogginu,
áslaugsín/áslaug sín - aslaugsin/aslaug sin....
hmmm syndin áslaug eða áslaug synd?!?

passar ekki nógu vel við mig

kv.
hjartahreina og ósynduga stúlkan