föstudagur, desember 24, 2004

Jólakveðja frá mér og þokkafulla hel-tanaða Hoffinum!!!


Posted by Hello

Þessi færsla kemur með þeim fyrirvara að á morgun gæti ég verið aftur orðin sú sama og í gær, íslendingur sem tjáir ekki jafn mikið af tilfinningum og hann á inni... Reyni að halda kúlinu og tapa mér ekki í væmninni... en í dag, í dag er ég ameríkani.

Nú er kominn sá tími sem allir breytast smá... allavega flestir. Maður verður aðeins meyrari og finnur hjá sér þörf fyrir að hlusta á aðeins kósýlegri lög og segja fjölskyldu og vinum sínum hvað það er nú frábært og yndislegt fólk og að mar eeessski það... ódrukkinn!

Ég tek allavega út þetta tímabil í Desember. Finnst mamma mín allt í einu gallalaust fyrirbæri sem ég er bara vanþakklát dekurrófa fyrir að fatta ekki allan ársins hring, pabbi minn krúttlegasta mannvera á jarðríki og skil ekki hvernig í ósköpunum ég geti pirrast út í hann af og til hina mánuði ársins, bróðir minn jújú þið gátuð rétt; fullkomnunin uppmáluð, vinir mínir..... óboj í Desember skil ég ekki hvernig þeir þola mig hina mánuði ársins og finnst ég heppnust í heimi fyrir að eiga bestu vini í heimi, vera í bestu vinahópum í heimi og eiga margamarga frábæra kunningja líka!
Jamm, eins og amríkanarnir þakka fyrir allt og ekkert á þakkargjörðardaginn, þá nota ég barasta allan mánuðinn í það!

því segi ég elsku allir yndislegu vinir mínir... gleðileg jól!

Borðið, knúsist, kyssist, sofið, lesið bækur, fáið ykkur kríu, verið sem lengst í náttfötunum, horfið pínu á sjónvarp, spilið, borðið aðeins meira... og hafði það sem ALLRA ALLRA best!
lofff jú ól loooong tæm!

koss og riiiisastórt knúúús

áslaug