þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Stressedístreeeesss

Maður er bara við sama heyðgarðshornið og geymir ALLT stress fram á síðustu stundu!
Er búin að vera endalaust róleg undanfarna viku, út að borða annan hvern dag með góðum vinum, vinna, fara á skíði og í sund, fá mér í glas.... pretty much bara hafa það assskoti gott! SVO allt í einu núna er ég að fatta hvað maður þarf að gera endalaust mikið áður en maður "flytur" til útlanda! sjææææse!
Í fyrsta lagi þá er mér alls ekkert nógu vel við að pakka!
Alveg óþolandi að mega til dæmis ekki taka alla bolina mína með mér, ég veit alveg að ég nota suma bara ööörsjaldan eða nánast aldrei, en ég vil hafa möguleikann fyrir hendi sjáðu til! Og að þurfa að eyða plássi í óþarfa vesen eins og rúmföt og handklæði! rrrrugl! Skíðaátfittið er líka að taka aaaaaaaaðeins of mikið pláss (en var að sjálfsögðu í forgang ofan í tösku).

Hef ekki tíma í bloggrugl, svo ég læt þetta gott heita.
Vildi bara minna á mig og gefa loforð um bloggdugnað á næstu dögum, allavega þegar ég verð komin til Graz

á meðan kíkið þið bara á myndir frá því um helgina...
Óðinn hennar Betu bauð í 25 ára afmælispartey og veit ég ekki til þess að nokkur maður hafi verið neitt annað en rúllandi á leið þaðan út!
Takk fyrir mig Beta og Óðinn! :D
(bætti líka við myndum í Trabant albúmið... sveiiittum myndum sem gleymdust síðast!)

Held ég kíki á eins og einn OC-þátt til að róa mig niður...