fimmtudagur, janúar 20, 2005

Munaði litlu...

að ég færi að blogga um fótboltaleik á þriðjudaginn... eftir hallærislegasta sjálfsmark sem ég hef séð, en ég ætla ekki að gera ykkur það, cuz I dunno shiii about fuzball! en þetta var samt rosalegt!
Djö er ég að HATA það að enski boltinn sé kominn á skjáeinn! Djös RUGL!
Mér finnst alls ekkert leiðinlegt að horfa á fótbolta, og viðurkenni það fúslega að ég horfi alveg af og til mér til gamans á vel valda leiki, EN þá er ég að tala um VEL valda leiki og það bara um helgar. Ég er með Sýn og því hef ég alltaf getað valið um það hvort ég vilji sitja heiladauð yfir einhverjum huggulegum karlmönnum í stuttbuxum, eða jafnvel sitja spennt yfir góðum leikjum.
Sýn er fyrir íþróttir! EKKI skjáreinn!
Skjáreinn á að vera fyrir "kvolití" unglingadrama og kjánahrolls raunveruleikaþætti.

Annars er ég bara hress sko.... tæplega 2 vikur í brottför.