mánudagur, mars 14, 2005

Dell, Salzburg og Wagrain

Ég elska Dell! Já ég hef ekki sagt það áður hérna... en ég eeeelska fartölvuna mína! Pabbi minn gengur reyndar skrefinu lengra og kallar hana tengdasoninn, kannski ekki svo vitlaust að kalla þessa elsku það. Ég tek Dell með mér nánast hvert sem ég fer, tek hann með mér í skólann á daginn, hangi stundum með hann fyrir framan sjónvarpið, stundum við matarborðið, í rúmið á kvöldin, flugferðir og lestarferðir. Mikið myndi mér nú leiðast ef ekki væri fyrir elsku Dell. Ég gat til dæmis ekki sofnað í lestinni á föstudaginn af tilhlökkun. Var í lest á leiðinni til Salzburgar og ég var barasta að springa úr spenningi! Tilhugsunin um að vera að fara að hanga með Dagmar alla helgina, tala íslensku alla helgina og mjög líklega fara á skíði, var að fara með mig! Ef Dell hefði ekki verið með mér hefði ég kannski reynt að tala við AKfeitu og skeggjuðu konuna í marglita kjólnum, sem sat á móti mér eða bara glápa út um gluggann á fína snjóinn og litlu bæina sem lestin keyrir í gegnum. Það er svosum svaka fínt, en ekki í 4 tíma.... þessvegna skellti ég “The princess bride” í elskuna mína og tjúnaði mig niður með því að horfa á hana í margmilljónasta skiptið, lofit!

Helgin var svo líka alveg eins og beeeest væri á kosið!
Everything I expected and more!
Kom til Dagmarsín í Salzburg, seint á fimmtudagskvöldinu, við vorum soldið sybbnar svo við ætluðum bara rééétt að kíkja á krakkana (Andra, Gumma og Þórdísi, sem búa með Dagmar), strákarnir voru nefnilega að fara til Búdapest um nóttina á ELSA-ráðstefnu, svo ég ætlaði bara rétt að ná að segja hæ við þá. Þeir fóru fljótlega, en við ákváðum að vera aaaaaðeins lengur á írska staðnum Shamrock.... endaði þó með meira en aðeins og varð að megasmega skemmtilegu stelpudjammi. Boðnar í 3 partý, þar á meðal eftirpartý hjá írsku hljómsveitinni og the crazy violinist! Gaurinn með hökuna, rauði gaurinn, krúttið með örið og fulli gaurinn voru meðal gauranna sem gerðu kvöldið eftirminnilegra... ahh good times!
Föstudagschill fór svo í búðarráp og lestarreddingar fyrir Dagmar, því hún er að fara til Amsterdam á þriðjudaginn... og þaðan til KÍNA!. Andri hringdi svo í okkur og sagðist vera á heimleið... þá hafði hann gleymt vegabréfinu sínu og hafði verið í haldi Ungversku landamæralögreglunnar um tíma og svo sendur með skottið á milli lappanna til baka til Salzburgar!!! Hehehe Við keyptum því osta og rauðvín og gerðum vel við okkur og Andrasinn um kveldið. Loksins loksins loksins komst ég svo í SKIFAHREN á laugardeginum :D já LOKSINS komst ég á skíði og Dagmar í fyrsta skipti á skíðum annarsstaðar en á Íslandi. Fengum fínt veður og frábært færi og áttum barasta kvolití dag... þrátt fyrir smá þynnkensen. Ætti að kenna manni að láta 2 evru rauðvín vera... en eitthvað segir mér að ég ætli seint að læra það!
Dagmar var slöpp um kvöldið svo ég kíkti með Andra og Þórdísi í Erasmus-welcome partýið þeirra.... og er það nokkuð ljóst að Graz er að rústa Erasmusstemmingskeppninni! Partýið var frekar slappt og við Þórdís beiluðum snemma þaðan... snemma í háttinn, sofið út og svo rölt um Salzburg í meiriháttar veðri í gærdag.
Helgin var samt eiginlega of góð...langaði mest bara að taka Dagmar með mér til Graz, var eitthvað svo kósý að hanga með henni “a little piece of home” :)

Núna á ég svo 3 daga eftir í skólanum og svo er það bara páskafrí í 2 vikur :) SWEET!
Sendi meil til eigenda skíðaskólans í Wagrain fyrir helgi og sagði þeim að ég væri á landinu, hefði ekkert að gera í páskafríinu og spurði hvort þeim vantaði ekki annan af uppáhaldsskíðakennurunum sínum, heh ;) Bjóst svo engan vegin við að fá eins frááábært svar og ég fékk... vilja ENDILEGA fá mig og helst í 3 vikur ef ég get! :D:D:D
Ég er því að fara núna á föstudaginn til Wagrain og verð þar í 2-3 vikur í uppáhalds skíðabænum mínum að gera eitt af því sem mér finnst skemmtilegast.... á launum! Ég myndi reyndar alveg sætta mig við að fá bara húsnæði og skíðapassa en ég ætla ekkert að afþakka launin.
Ég einfaldlega gæti ekki verið sáttari... er svo glöð!

Ást í poka sem ekki má loka
til ykkar allra

(henti inn helling af myndum, en það er ekkvað bilað núna, laga á morgun!)


Ekki slæææmt! Posted by Hello