sunnudagur, mars 06, 2005

Ohh NO not the gumdropbuttons!!!

Ætli það sé ekki orðið nokkuð ljóst að ég fái ekki bloggmeistaratitilinn þessa önnina! Sry folks! Skólinn byrjar á morgun og mér hefur verið lofað neti í íbúðina á næstu dögum, svo þetta fer allt að koma. En ég skrifaði blogg á föstudaginn í word-skjal svo ég hendi því inn hér með... bitte schön!

Núna er ég búin að liggja í einhverri skítaflensu í viku... ÖMURÐ!
Ég sem hélt að dagar minna veikinda væru taldir, en neinei, flensurnar hafa víst líka uppi á mér í útlandinu. Ég get nú ekki neitað því að heimþráin hefur gert vart við sig þessa vikuna, hvernig er annað hægt? Hanga “heima” í vonda vonda rúminu “mínu”, ekkert sjónvarp, búin að lesa allar bækur sem ég tók með, horfa á alla þætti og myndir sem ég er með í tölvunni, allar dvd myndir sem meðleigjendur mínir eiga (sem eru, fyrir utan Shrek, ekki alveg minn tebolli t.d scary movie, the mexican, big fat greek wedding o.s.frv. hraðspólun, hraðspólun, hraðspólun).
En þar sem að ég elska Shrek, er ég búin að horfa á hana þrisvar! Var búin að horfa á hana tvisvar þegar ég fattaði svolítið merkilegt.
Sanja, meðleigjandinn minn frá Bosníu, keypti hana í Bosníu og maður getur valið um þrjár talsetningar, ensku, bosnísku og ÍSLENSKU!!! Jújú maður hefur einmitt heyrt af því að það sé allt morandi í Íslendingum þarna í Bosníu, svona svipað og í Köben! JEBB!

Ég sumsé horfði á Shrek með íslensku tali, eiginlega bara útaf því að ég er farin að sakna þess svolítið að heyra íslensku. Þegar ég ákvað að fara hingað til Graz, ein og sú eina frá Íslandi, var ég svo mikið í því að sannfæra sjálfa mig um það að ég væri ekkert að fara til útlanda til þess að hanga með íslendingum. Tilgangurinn með þessu öllu saman var að fara út til að læra þýsku/austurrísku, breyta til og upplifa. Ég passaði mig meira að segja á því að þetta væri ekki týpískur staður sem danir færu til. Ástæða, jú þeir sem mig þekkja vita að ég er danahækja hin mesta (tja nei ok ekki hin MESTA... kannski næst!) ;) og er gjörsamlega sjúk í danann og að tala dönsku, ef einhverjir danir væru hérna væri ég búin að leita þá uppi og myndi hanga með þeim og tala dönsku alla önnina.
Já svona svipað og gerðist þegar ég bjó í Wagrain í 4 mánuði, 2002, danskan mín stórefldist á meðan þýskan mín faldi sig á bakvið þýskuna hennar SöruHlínar.
Ég lærði reyndar örfáa frasa eins og “keine anung” sem komu mér í gegnum daginn og voru góð og gild svör við flestum spurningum.
Já bíddu hvar var ég... jú ok íslenska! Ég er virkilega farin að sakna þess að tala íslensku, þá meina ég svona dagsdaglega og bara kjafta. Ég kann alveg ensku, en það er alls ekki mitt uppáhaldstungumál... allavega ekki amerísk-enska!
Sem betur fer er Dagmar komin til Austurríkis (Salzburgar) núna, svo ég get farið að hringja í hana til að kjafta fyrir einhverja smáaura OG ég er að fara í heimsókn til hennar næstu helgi :D:D:D hlakka SVONA mikið til 

Ástand mitt núna er alveg allt of týpískt eitthvað. Ég er í rauninni búin að hlakka til þessarar og næstu viku, í mánuð. Núna eru stúdentarnir að flykkjast til borgarinnar og allt iðar af lífi. Þessi vika er til að skrá sig í kúrsa (viku f skólabyrjun! Ekki hálfu ári eins og heima!) og þessi vika er víst líka legendery djamm vika, ásamt næstu. Ég fór aðeins upp í skóla á þriðjudaginn og þar var fólk að keppast við að gefa manni svona flyer-a til að auglýsa einhver partý; reifpartý, housepartý, hiphoppartý, erasmuspartý... og þar fram eftir götunum. Síðastliðið miðvikudagskvöld var t.d Erasmus-stammtisch, Uni-begin party og eitt ammlispartý sem ég varað missa af.
Jæja svo fór ég til læknis í gær svo ég yrði nú hressUST í næstu viku. Honum leist nú ekki nógu vel á blikuna henti mér á tíu daga pensilínkúr og einhverjar 2 pillutegundir til viðbótar og sagði svo “þar sem þú ert skiptinemi verð ég að taka það fram að þú mátt ekki drekka áfengi ofan í þessi lyf... og ekki fara á skíði/bretti í 2 vikur” !!!!!!!!! Scheiβe!!! Ekki nóg með það að ég sé búin að liggja í rúminu og missa af 3 partýjum (og svo tvö í kvöld) en núna á ég að sleppa því að gera tvennt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast að gera... you must be kiidddíng mí!
Neinei ok... hætt að vera svartsýn og leiðinleg. I can do it! Bíð bara með að fá mér í glas þangað til ég fer til Salzburgar og fer svo bara á skíði þegar ég fer í VIKUskíðaferð með skólanum :D ok ok þetta er ekkert svo slæmt! Yes I can yes I can!

Í síðustu viku var nóg að gera. Afmælispartý hjá ástralanum Daniel (sem víst nokkrum heima finnst frekar sætur, en er ekki aaaaalveg að gera það fyrir mig), skoðunarferð sem við stungum af úr sökum kulda og djamm á TheOfficePub. Endalaust mikið af skemmtilegum frösum frá því kvöldi :) og margt kveisí brallað.... þar á meðal sungið bakraddir fyrir eitthvað írskt band á barnum sem ég er kannski að fara að vinna á! Jebb, ég var ekkvað að spjalla við eigandann Tim, á enskum bar sem við förum stundum á, og svona minntist á það að ég væri alveg til í að redda mér vinnu með skólanum... þá bara fannst honum það brilliant hugmynd að ég myndi koma að vinna þar! :D sem ég væri mjööög sátt við.
Væri reyndar ekkert hissa ef hann sé hættur við núna, en eitthvað segir mér að maður eigi ekki að drekka absinth og tequila, syngja með hljómsveitinni, mana vinkonu sína í að klípa í rassinn á pásu-trúbadornum (á meðan hann varað syngja) og fleira á barnum sem maður ætlaði að fá vinnu á!!! Kannski ekki bestu hugmyndir sem ég hef fengið á ævinni!

Sit núna á internetcafe (fæ vonandi netið í íbúðina í næstu viku!) og líður held ég bara nógu vel til að kíkja aðeins í Erasmus welcome partýjið í kvöld!
Vonandi er ég ekkert of leiðinleg edrú! Mér finnst ég nefnilega alltaf ótrúlega skemmtileg í glasi, þó að ég geri mér grein fyrir einstaka frávikum þess, en það eru skiptin sem mér finnst allir aðrir frekar leiðinlegir eitthvað! (líklegra að mér skjátlist í þeim tilvikum).
En þar sem að ég mun ekki hrífa mannskapinn með skemmtiatriðum og sprelliskap þá verð ég að drífa mig heim núna að gera mig sæta, tja allavega gera sem best úr veikindalúkkinu.

Mér segir sá hugur að þessi leiðindavika sé bara lægðin á undan skemmtilegheitarstorminum. Búin með heimþrá-, veikinda- og leiðast- pakkann.

Upplifelsi, gleði og glaumur tekur við.

Og þið fáið að heyra allt (flest) um það hér!

(Já, þetta var sumsé skrifað á föstudaginn... fór í partýið og skemmti mér gríðarlega vel! Bláedrú og hress! Erasmus-partý eru greinilega málið!) :D