sunnudagur, maí 15, 2005

Status report

alltaf lofa ég betri frammistöðu í bloggi... en virdist bara verda verri og verri í þessu! Og ætla því að vera raunsæ í þetta skiptið og segja ad líkur á bloggi fljótlega eru hverfandi. Aðeins og mikid af gledi, ferðalögum og öðru til ad hlakka til a næstunni (og jú einhver lærdómur líka!)

Ég var í Ljubljana fyrir helgi og er því formlega búúúin med blessaðan UN-kursinn, verð að segja eins og er að eg anda mun léttar fyrir vikid.
Þetta var samt ótrúlega gaman og lærdómsrikt! Held tho ad eg hafi lagt adeins of mikla vinnu í þetta, miðað við að ég fæ þetta bara sem M í einkunnaspjaldið mitt, var hrósað svona líka rosalega fyrir upphafsræðuna mína og alles ;)
Náði samt því miður ekki að sjá mikið af borginni, prógrammið var svo rosalega stíft. Komum þangað um þrjúleytið á fimmtudeginum og fengum rétt tíma til að skipta yfir í formleg föt áður en við byrjuðum herlegheitin. Um áttaleytið var svo loksins gerð pása á rökræðum og samningaviðræðum og okkur var boðið út að borða í einhvern kastala (alles inklusiv!) þar sem við vorum eitthvað fram á nótt. Byrjuðum svo aftur snemma á föstudagsmorgni, fólk misvel tilbúið í hamaganginn sem var í vændum en vorum búin með allt um eitt leytið. Aftur var okkur boðið út að borða og svo beint út á lestarstöð. Ég eyddi ekki krónu þarna en samt fórum við tvisvar út að borða og gistum á ágætis hóteli með morgunverðarhlaðborði :) swweeet!

jaman... þetta var nú leiðinleg lýsing á annars ágætri ferð.

Dagmar kom svo til mín á laugardag og fór aftur til Salzburgar í dag.
Planið var að taka því rólega á laugardagskvöldið til að vera hressar í kveðjupartýinu hans Robs (sem var í gærkvöldi). Tja það plan fór aðeins fyrir ofan garð og neðan. Við vorum báðar búnar að vera svo duglegar að læra vikuna á undan að okkur fannst við eiga skilið að fá okkur smááá í glas á lau.kvöldinu líka, sem leiddi af sér mikinn þynnkusunnudag og slaka frammistöðu í partýjinu. Gáfumst upp snemma og miðað við sms-in frá Rob um nóttina, misstum við af miklu. Síðasta sms-ið hljómaði allavega svona "ah u miised d cops busting d party!" hehehe
ohh well... ég verð víst að fara að læra að stundum verð ég bara að miss out, næ víst ekki allri gleði, allstaðar, alltaf :)

TALANDI um gleði! Láran mín er að koma í heimsókn til Graz núna á fimmtudaginn!!!
ohhh meeeen hvað ég hlakka til... og eins og það sé ekki nógu gott þá erum við að fara til Þýskalands (Tübingen) á laugardaginn að hitta Guðrúnu yfirjúllu og Heiðrúnusína :D jeeeeeeeeeeeeeeij hvað ég hlakka til!
MegaEurovisionstemming verður ríkjandi það kvöld, með keim af afmælisstemmingu þar sem hún Heiðrún á afmæli á sunnudaginn :D
Óbooj Rob er að fara á fimmmtudaginn, Lára koma og ég er að fara í próf!
Þetta er bara of mikið, hvernig á ég að geta haldið einbeitingu þangað til!

Jammjamm svo er komin staðfest dagsetning á heimkomu mína, svo þið getið sett stórann feitan hring utan um 7.júlí á dagatalinu ykkar!
Mér persónulega finnst rosalega stutt þangað til og finnst ég næstum vera að renna út á tíma!

Fáránlega mikið skemmtilegt að gerast þangað til og er thetta cirka planid fram ad heimför:

19.maí: Fyrsta heimsóknin frá Íslandi; Lára kemur til Graz (veiveivei!)

21.maí: Við Lára förum héðan yfir til Tübingen að hitta Heiðrúnu ammlisbarn, Gugu og hennar vini í mega Eurovisionstemmingu!

Byrjun júní: Sara Hlín í heimsókn :) (kíkjum mjög líklega til Búdapest)

júní: prófa og verkefnaskila-stress

22.-26.júní: Mamma og pabbi koma hingað og ég fer með þeim til Vínar.

28.júní-7.júlí: Flakk um Króatíu og Bosníu

7.júlí : ÍSLAND

Bara tæplega 2 mánuðir eftir! úffhhpúffh

En núna er ég að missa af sex&the city (á þýsku) heima, svo ég ætlað drífa mig zu Hause!

Laters

xXx

blogát
Áslaugsín

p.s gleymdi myndavélinni heima, en skelli inn myndum frá Ljubljana og fleiru a.s.a.p