mánudagur, maí 02, 2005

Huggulegt

Já það er barasta allt eitthvað svo huggulegt þessa dagana í Graz.
Ég er búin að eyða talsverðum tíma í félagsskap sem ég verð nú bara að segja að ég er að farin að kunna að meta betur og betur, míns sjálfs.
Ég átti til dæmis einn besta dag sem ég hef átt síðan ég kom hingað um daginn, með sjálfri mér. Ég gerðist sek um það að segja vinum mínum hér að ég þyrfti að læra svo mikið að ég gæti ekki komið og hangið með þeim einfaldlega útaf því að mig langaði í smá kvolití tæm með sjálfri mér! Já þeir sem þekkja mig vel vita að þetta er töluvert “out of the ordinary” fyrir stelpuna mig, sem vill helst aldrei vera ein. Ég hef til dæmis aldrei fílað það að vera ein heima, nema þá að ég nái að plata einhverja vinkonu mína í sleepover eða hafi einhvern huggulegann mann mér við hlið :)
Það gæti þó ekki verið að litla stelpan sé að taka einhverjum þroska hérna?
Tja ég veit nú ekki með það, en ég kann afskaplega vel að meta þessa nýju stefnu, því þessi nýji félagsskapur er mér einkar vel að skapi.
Eftir skóla á þessum huggulega fimmtudagi rölti ég um borgina, kíkti í alls konar skrítnar búðir sem faldar eru í hliðragötunum, sat ein fyrir utan kaffihús og sötraði gott latté, fór í sólbað uppi á þaki, eldaði góðan mat fyrir mig eina og sötraði rautt með... huggulegt.
Reyndar endaði ég svo á því að rölta niður á pöbbinn minn góða (where everybody knows your naaaame... aahhh) og fór svo þaðan í frábært Studentenheim partý :) Verð þó að taka það fram, svo þið haldið ekki að ég sé alltaf í glasi hérna, að ég var heima að horfa á vidjó kvöldið eftir, á föööstudegi!! :)
Ég geri mér grein fyrir því að ykkur þyki það ekki stórmál... en þar til þið hafið prófað að vera skiptinemar þá skuluð þið halda þeim steinum, sem þið höfðuð hugsað ykkur að kasta, útaf fyrir ykkur! ;)

En huggulegheitin skýra líka slaka bloggframmistöðu, hver nennir svosem að vera lengur inni í tölvunni en nauðsyn krefur, þegar það er um 30 stiga hiti og sól úti?
Neibb einmitt.... allavega ekki ég!
Og að því sögðu ætla ég að fara út af þessu bókasafni og heim upp á þak... yndislegt að hafa uppgötvað þann læristað!

já og í dag er ég einmitt búin að vera hérna í akkúrat 3 mánuði svo ég vona að fólk sé farið að sakna mín... þó ekki væri nema örlítið!

ást og virðing


p.s Þetta var að sjálfsögðu mont-færsla og vona ég að fólk í prófum hati mig ekki of mikið eftir þennan lestur.
p.p.s Myndir koma vonandi inn á morgun...