fimmtudagur, apríl 21, 2005

Unglambið ég

Í fyrrakvöld var ég beðin um skilríki, í þriðja skiptið síðan ég kom hingað til Austurríkis! :)

Í fyrsta skipti var það í Wagrain þegar ég var að kaupa vodkaflösku í matvörubúðinni “Bist du schön 18 jahre alt?” var spurningin sem búðarkonan skellti á mig!
Já mín kæra búðarkona, það eru nú rúmlega fimm ár síðan ég náði 18.árinu.
2.skiptið var þegar ég tók þátt í einhverri cross-cultural könnun þar sem maður þurfti að vera tvítugur til að mega taka þátt og nú í þriðja skiptið þegar ég labbaði inn á bar með 4 vinum mínum (þrjú yngri en ég) var ég eina sem var stoppuð og beðin um skilríki. Ég var ekki með nein skilríki á mér en þegar ég sagði honum að ég væri 24 á árinu þá hleypti hann mér í gegn... held að það segist enginn sautján ára pía vera 24 ára til að komast inn!

Veit ekki hvað málið er. Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé tiltölulega “fullorðinsleg” á að líta, eða allavega svona míns aldurs-leg. ??? Guð má vita að ég var allt annað en fullorðinsleg hérna í denn, mjög barnaleg jafnvel, en ég hef ekki oft verið spurð um skilríki heima á Íslandi eftir að ég náði tvítugsaldrinum, kannski er það bara útaf því að ég fer alltaf á sömu staðina og dyraverðirnir hugsanlega farnir að kannast við andlitið? (tja, allavega á Prikinu!)
En hérna þyki ég allavega gífurlega ungleg og frísk :) Meira að segja krökkunum sem ég var að kenna, í Wagrain, var brugðið þegar ég sagði þeim hvað ég er gömul! Þau (sextán ára) héldu að ég væri svona átján eða nítján!!! Jessssörí!

Jamm jamm... að öðru. Er núna á internetkaffihúsi að bíða eftir lest frá Salzburg, inniheldur lestin sú sendingu til mín. Þar sem sending sú þótti of verðmæt til að senda í pósti ákvað Dagmar bara að afhenda hana in person :) Eða þá að ég sagði henni í dag að veðurspáin væri betri fyrir Graz en Salzburg svo hún ákvað bara að skella sér hingað með fyrstu lest eftir skóla og nota símasendinguna sem cover ;)
Síminn sumsé fannst á þriðjudaginn úti í blómabeði í garðinum hjá þeim! Einhver hress partýgestur hafði tekið upp á því að taka símann í sundur og henda honum út í garð! Ákaflega yndislegt fólk þarna í Salzburg! Þrátt fyrir að rignt hafði yfir hann segir Dagmar að hann sé við góða heilsu. Fjúfffhhh! Þvílíkur léttir.
Annars var nú voða fínt í Salzburg, fyrir utan þetta einstaklega frústrerandi atvik.
Best var föstudagskvöldið. Fyrirpartýið einkenndist af skandinavaþema, með einstaklega fríðum ljóshærðum svíum, þjóðernisstoltum Íslendingum og móðurlegum finnskum stelpum. Forréttur var í formi sænskra kjötbolla, alþjóðlegur aðalréttur með austurrískum blæ og eftirréttur finnskar rúsínubrauðbollur og íslenskur þristur. Partýið var hresst og Mozart er partýdýr sem ætti að fylgja sem flestum partýjum, þarna voru einnig vergjarnar ítalskar dömur, ofurdrukkin pólsk stelpa, ameríska stelpan sem fékk sér blund í miðju partýi (Cat!), Andy Warhole lookalike stærðfræðineminn frá Noregi og BonJovi þjóðverjinn.
Saman myndaði þetta allt einhverja undursamlega harmoníu sem skapaði einstaklega fallegt kvöld :)
Restin af helginni fór svo í sólbað og annað hangs með Damiedarling...

Sem minnir mig á það... tími til að sækja stelpuna út á lestarstöð!



þessar flörtuðu svakalega við Mozart Posted by Hello