mánudagur, maí 30, 2005

Gleðisprengja!!!

Í hlýrabol, pilsi og sandölum í rúmlega 30 stiga hita og sól, rölti ég um með sólheimaglott og hlusta á nýja diskinn sem Ragnhildur skrifaði handa mér :) Hún náði að skrifa hinn fullkomna disk fyrir gleðivímuna sem ég er í.
Það er ekki hægt að vera með heimþrá á dögum sem þessum. Fékk pakka í pósti frá Söru Valnýju og Ragnhildi með ýmsu góðgæti, veðrið er yndislegt OG ég fékk sms frá SöruHlín í hádeginu með tilkynningu um að hún væri að koma til Graz á fimmtudaginn!!! :D:D:D
Þvílík og önnur eins hamingja!

Ég sem er bara rétt að jafna mig á gleðinni að hafa fengið að hitta Láru, Heiðrúnu og Guðrúnu fyrir rúmri viku síðan! :D
Miðað við hvað var gaman að fá Láru hingað til Graz og hún var bara í 1 og hálfan dag, þvílík gleði verður þessi vika sem Sara ætlar að vera hérna :)
En já Lára við Lára áttum þvílíkt huggulegan dag hérna í frábæru veðri. H&M-uðumst smá, sátum á útikaffihúsi smá, löbbuðum upp á Schlossberg smá, drukkum þar smá kaffi, fórum svo út að borða, en það var ekkert smá því við hengum þar í um 2 tíma við spjall og rauðvínsdrykkju. Kíktum svo smá á barinn minn, þar sem Lára fékk líka þessa rosalegu viðreynslu... frá stelpu! Stúlkan sú arna sagðist þó venjulega vera fyrir stráka, þar til hún sá hana Láru! Jahérna... Lára bara svona ómótstæðileg þokkagyðja! :)
Einn bar til viðbótar fékk að njóta viðveru okkar, en þar fórum við að hitta austurríska vinkonu mína og íslenskan strák, Helga Hrafn, sem bjó í Graz í 5 ár, en er fluttur til Vínar núna.
Klukkan 6:35 á laugardagsmorgninum byrjaði fyrsti hluti lestarferðarinnar til Tübingen og átti hann að fara í svefn, en þá var þar Hananú félagið mætt á svæðið og eru eldriborgarar Graz greinilega með hressasta fólki sem fyrirfinnst.... allavega á þessum tíma sólarhrings.
Tíutíma ferðalagið frá Graz til Tübingen leið þó alveg svakalega fljótt. Lentum í svona týpískum lestarferðalagsvesenum eins og að vera stopp í klukkutíma í Plochingen (af öllum stöðum!) og þurfa að hlaupa hraðar en Carl Lewis á lestarstöðinni í München. Það var nefnilega þannig að á blaðinu okkar stóð að lestin okkar ætti að fara frá platformi #17, þar biðum við rólegar þangað til að okkur þótti heldur stutt í brottför og enn engin lest mætt á staðinn. Fundum við því einhverja lestarkonu og spurðum hana um stöðu mála, hún leit á blaðið hjá mér, leit svo upp með angistarsvip og öskraði
“Fünf und Zwanzig, Fünf und Zwanzig, SCHNELL!” Það var því hlaupið eins hratt og fætur toguðu frá platformi 17 til 25 og hoppað um borð réééétt áður en hurðirnar lokuðust.
Reunion Júlla í Tübingen var svo bara svakalega fínt. Eurovision stemmingin var gríðarleg á Schlosscafé og vorum við klárlega fólkið í mesta stuðinu. Eitthvað átti fólkið erfitt með að finna út hvaðan við værum þar sem að við fögnuðum með flestum Skandinavalöndunum, Ísrael (fyrir Udi hennar Guðrúnar) og já reyndar bara flestum þeim sem voru hressir, fallegir eða bara bæði.
Afmælisdagurinn hennar Heiðrúnar fór svo í yndislega þynnku og lestarstöðvarhangs (já veit ekki alveg afhverju).
9 tíma lestarferðin mín, aftur til Graz, var þó ekki jafn góð og dagarnir á undan.
Þannig ef nefnilega mál með vexti að það virðast vera að veitingarnar sem ég býð upp á hérna í Graz séu eitthvað skuggalegar, Salmonella með öllu!!! Jebb, Lára hefur verið greind með Salmonellu og þar sem að ég fékk nákvæmlega sömu einkennin (einkenni sem ég ætla ekkert að fara út í hér) þá lítur út fyrir að ég hafi líka fengið mér bita af góðgætinu. Kjúklingaskinka úr Spar ku eiga sök í máli.
Góð vinkona komst svo að orði þegar hún heyrði um ástand mitt: “best diet ever”, já svona næstum jafn gott diet og hálskirtlataka... mæli þó með hvorugu. Þvílíkur viðbjóður, þori varla að borða kjúkling, né nokkuð tengt kjúklingi, framar.

Vona þó að ég hafi ekki hrætt tilvonandi gesti mína frá komu hingað!
En við skulum bara segja að ég hafi lært af mistökunum, brennt barn forðast eldinn!!!

Er búin að henda inn myndunum sem ég lofaði fyrir löngu síðan... Eitt albúm frá Ljubljana og svo svona hitt og þetta í maí.
tjékkitát OG bætti við 2 nýjum linkum, á myndasíðuna hennar Bryndísar beibí og nýja blogg stelpurófunnar Ragnhildar

Jammjamm... farin í það að undirbúa Graz fyrir komu SöruHlínar :)

wiedersehen