laugardagur, júlí 02, 2005

5 dagar...

Fáránlegt að það séu liðnir 5 mánuðir síðan ég fór frá Íslandi og að þessi skiptinemastemming sé búin. Skólinn er búinn og flest allir skiptinemar farnir héðan, nema Áslaugsín. Króatíuplanið féll upp fyrir og var ég jafnvel að hugsa um að flýta förinni heim en ákvað að það yrði bara kósý að hanga hérna síðustu vikuna í góða veðrinu. I wosss vrong! Síðan Annie fór á miðvikudagsmorgun og Cat á miðvikudagseftirmiðdegi er ég bara búnað vera að hanga ein og veðrið alveg off.
Bara farin að hlakka rosalega til að koma heim eftir 5 daga! Svo jú Sara, loksins er ég með heimþránna sem þú varst að biðja um... :)
Eins og ég sagði er ég eiginlega ein eftir af skiptinemavinum mínum hérna og svo vildi það svo óheppilega til að allir austurrísku vinir mínir fóru heim (eru utan af landi!) á miðvikudaginn og koma ekki fyrr en á mánudaginn! Off!
EN það þýðir nú ekki að væla það, ætla bara að vera bara búin að pakka þegar krakkarnir koma aftur til Graz svo ég geti bara verið að leika memm þeim frá mánudegi til fimmtudags.
En ásamt því að pakka og láta mér leiðast undanfarna daga, þá náði ég að brenna allsvakalega á fimmtudaginn... Kíkti upp á þak í svona klukkutíma, vel olíuborin, og var svo bissí við að lesa eitthvað slúðurblað að ég gleymdi að snúa mér við. Bossinn minn varð því svona líka vel neonrauður að mér varð hugsað til Söru Hlínar á Krít... nema hvað ég hafði því miður ekkert hreint jógúrt við höndina! ;)

Kom aðallega hingað á netkaffihúsið til að henda inn myndum frá því að mamma og pabbi voru í Austurríki :D Það var æði og þau eru æði!
Til að sýna þeim að ég væri ekkert búin að breytast á dvöl minni hérna, þá kom ég aðeins of seint að sækja þau út á lestarstöð. Sýndi þeim svo það fínasta í Graz (og pabbi spurði enn kjánalegri spurninga en SaraHlín, vissi ekki helminginn!) og svo fórum við til Vínar.
Síminn minn varð því miður batteríslaus á leiðinni þangað svo ég náði ekki að fara á staðinn sem MeggiMegg benti mér á (mundi ekki nafnið) og heldur ekki að spyrja um fleira til að gera. Við tókum bara túristann á þetta og kíktum á einhverjar kirkjur, garða, náttúrugripasafnið (mucho kul) og þannig dótarí.
Laugardagskvöldið var hrikalega gott, borðuðum steik með öllum hópnum (sem mútta og pápi löbbuðu með) og Fjalari og Ásu sem keyrðu alla leið til Vínar frá Svíþjóð. Meiriháttar að hitta þau og alltaf jafn gaman að sötra bjór með Fjalari frænda ;)
Jammjamm... myndir af því og einhverju fleiru hér.
Líkur á cirka einu bloggi í viðbót áður en ég fer heim og líka fleiri fleiri myndir.
Stay tuned!

Die kleine Miss
Áslaug

Jeij... rétt í þessu var finnsk vinkona mín að hringja í mig (hélt hún væri farin) og við ætlum að kíkja út í kvöld! Hehe shibbý