þriðjudagur, desember 28, 2004

jesus loves me

jólin komin og farin og ég hélt fast í allar hefðir og var því veik.
Ég er þó búin að setja mér það markmið að verða ekki meira veik á þessu ári, en hún Rax heldur því fram að mér muni takast að batna og verða aftur veik fyrir áramót!
Hef sett mér auðvelt áramótaheit í ár -> vera minna veik á næsta ári en þetta árið, jafnvel bara miklu minna veik.... tja ef ekki bara svona meðalveik eins og venjulegt fólk!

Svo er enn einni hefðinni haldið við, skipta jólagjöfum (úffh skömmustuleg að segja frá þessu!) .... en í ár verður fjórum gjöfum skipt! :S sorry sorry allt hið elskulega fólk sem vildi svo vel! ... en ég veit bara ekki alveg hvað ég eigi að gera við eða hvar ég eigi að geyma t.d Gittu Haukdal dúkkuna!?!

Annars var ég svakalega ánægð með allt, Gittudúkkan gladdi meira að segja ofsalega mikið (sprakk allav úr hlátri) :) Margir sem vilja passa að ég gleymi þeim ekki í Austurríkinu, fékk 2xwebcam, headset fyrir skype, nýjan síma, armband með ísl fánanum, lúffur m ísl litunum, geisladisk m íslenskum þjóðlögum!, myndir af vinum mínum.... ect. TAKKS!

en já ok, verð að reynað gera þessa myndasíðu! skiliiiigggi tölvur!
er samt voða glöð so far með síðuna... nema það að enskur vinur minn var að benda mér á eitt sem ég var ekki búnað fatta í.s.v nafnið á blogginu,
áslaugsín/áslaug sín - aslaugsin/aslaug sin....
hmmm syndin áslaug eða áslaug synd?!?

passar ekki nógu vel við mig

kv.
hjartahreina og ósynduga stúlkan



föstudagur, desember 24, 2004

Jólakveðja frá mér og þokkafulla hel-tanaða Hoffinum!!!


Posted by Hello

Þessi færsla kemur með þeim fyrirvara að á morgun gæti ég verið aftur orðin sú sama og í gær, íslendingur sem tjáir ekki jafn mikið af tilfinningum og hann á inni... Reyni að halda kúlinu og tapa mér ekki í væmninni... en í dag, í dag er ég ameríkani.

Nú er kominn sá tími sem allir breytast smá... allavega flestir. Maður verður aðeins meyrari og finnur hjá sér þörf fyrir að hlusta á aðeins kósýlegri lög og segja fjölskyldu og vinum sínum hvað það er nú frábært og yndislegt fólk og að mar eeessski það... ódrukkinn!

Ég tek allavega út þetta tímabil í Desember. Finnst mamma mín allt í einu gallalaust fyrirbæri sem ég er bara vanþakklát dekurrófa fyrir að fatta ekki allan ársins hring, pabbi minn krúttlegasta mannvera á jarðríki og skil ekki hvernig í ósköpunum ég geti pirrast út í hann af og til hina mánuði ársins, bróðir minn jújú þið gátuð rétt; fullkomnunin uppmáluð, vinir mínir..... óboj í Desember skil ég ekki hvernig þeir þola mig hina mánuði ársins og finnst ég heppnust í heimi fyrir að eiga bestu vini í heimi, vera í bestu vinahópum í heimi og eiga margamarga frábæra kunningja líka!
Jamm, eins og amríkanarnir þakka fyrir allt og ekkert á þakkargjörðardaginn, þá nota ég barasta allan mánuðinn í það!

því segi ég elsku allir yndislegu vinir mínir... gleðileg jól!

Borðið, knúsist, kyssist, sofið, lesið bækur, fáið ykkur kríu, verið sem lengst í náttfötunum, horfið pínu á sjónvarp, spilið, borðið aðeins meira... og hafði það sem ALLRA ALLRA best!
lofff jú ól loooong tæm!

koss og riiiisastórt knúúús

áslaug


þriðjudagur, desember 21, 2004

Þetta er allt að koma...

mikið gasalega verður það gaman þegar ég læri að gera ekkvað fínt fyrir þessa síðu...
mun ég þá fara mikinn í myndasýningum og sögum af mikilfengleika míns spennandi lífs.
Myndirnar munu þó eflaust skipa ögn meiri sess á síðunni heldur en sögurnar, enda ég þekkt fyrir að gleyma því hvað ég er að segja í miðri sögu. Þær verða óneitanlega minna spennandi fyrir vikið.
Hér kem ég þó með örlítið "preview" af myndum helgarinnar...


Trabant og Mugison á Stúdentakjallaranum Posted by Hello


glaðir menn Posted by Hello


rassi prump + mugison Posted by Hello

mánudagur, desember 13, 2004

Hard work pays off in the future.

Laziness pays off now.