mánudagur, maí 30, 2005

Gleðisprengja!!!

Í hlýrabol, pilsi og sandölum í rúmlega 30 stiga hita og sól, rölti ég um með sólheimaglott og hlusta á nýja diskinn sem Ragnhildur skrifaði handa mér :) Hún náði að skrifa hinn fullkomna disk fyrir gleðivímuna sem ég er í.
Það er ekki hægt að vera með heimþrá á dögum sem þessum. Fékk pakka í pósti frá Söru Valnýju og Ragnhildi með ýmsu góðgæti, veðrið er yndislegt OG ég fékk sms frá SöruHlín í hádeginu með tilkynningu um að hún væri að koma til Graz á fimmtudaginn!!! :D:D:D
Þvílík og önnur eins hamingja!

Ég sem er bara rétt að jafna mig á gleðinni að hafa fengið að hitta Láru, Heiðrúnu og Guðrúnu fyrir rúmri viku síðan! :D
Miðað við hvað var gaman að fá Láru hingað til Graz og hún var bara í 1 og hálfan dag, þvílík gleði verður þessi vika sem Sara ætlar að vera hérna :)
En já Lára við Lára áttum þvílíkt huggulegan dag hérna í frábæru veðri. H&M-uðumst smá, sátum á útikaffihúsi smá, löbbuðum upp á Schlossberg smá, drukkum þar smá kaffi, fórum svo út að borða, en það var ekkert smá því við hengum þar í um 2 tíma við spjall og rauðvínsdrykkju. Kíktum svo smá á barinn minn, þar sem Lára fékk líka þessa rosalegu viðreynslu... frá stelpu! Stúlkan sú arna sagðist þó venjulega vera fyrir stráka, þar til hún sá hana Láru! Jahérna... Lára bara svona ómótstæðileg þokkagyðja! :)
Einn bar til viðbótar fékk að njóta viðveru okkar, en þar fórum við að hitta austurríska vinkonu mína og íslenskan strák, Helga Hrafn, sem bjó í Graz í 5 ár, en er fluttur til Vínar núna.
Klukkan 6:35 á laugardagsmorgninum byrjaði fyrsti hluti lestarferðarinnar til Tübingen og átti hann að fara í svefn, en þá var þar Hananú félagið mætt á svæðið og eru eldriborgarar Graz greinilega með hressasta fólki sem fyrirfinnst.... allavega á þessum tíma sólarhrings.
Tíutíma ferðalagið frá Graz til Tübingen leið þó alveg svakalega fljótt. Lentum í svona týpískum lestarferðalagsvesenum eins og að vera stopp í klukkutíma í Plochingen (af öllum stöðum!) og þurfa að hlaupa hraðar en Carl Lewis á lestarstöðinni í München. Það var nefnilega þannig að á blaðinu okkar stóð að lestin okkar ætti að fara frá platformi #17, þar biðum við rólegar þangað til að okkur þótti heldur stutt í brottför og enn engin lest mætt á staðinn. Fundum við því einhverja lestarkonu og spurðum hana um stöðu mála, hún leit á blaðið hjá mér, leit svo upp með angistarsvip og öskraði
“Fünf und Zwanzig, Fünf und Zwanzig, SCHNELL!” Það var því hlaupið eins hratt og fætur toguðu frá platformi 17 til 25 og hoppað um borð réééétt áður en hurðirnar lokuðust.
Reunion Júlla í Tübingen var svo bara svakalega fínt. Eurovision stemmingin var gríðarleg á Schlosscafé og vorum við klárlega fólkið í mesta stuðinu. Eitthvað átti fólkið erfitt með að finna út hvaðan við værum þar sem að við fögnuðum með flestum Skandinavalöndunum, Ísrael (fyrir Udi hennar Guðrúnar) og já reyndar bara flestum þeim sem voru hressir, fallegir eða bara bæði.
Afmælisdagurinn hennar Heiðrúnar fór svo í yndislega þynnku og lestarstöðvarhangs (já veit ekki alveg afhverju).
9 tíma lestarferðin mín, aftur til Graz, var þó ekki jafn góð og dagarnir á undan.
Þannig ef nefnilega mál með vexti að það virðast vera að veitingarnar sem ég býð upp á hérna í Graz séu eitthvað skuggalegar, Salmonella með öllu!!! Jebb, Lára hefur verið greind með Salmonellu og þar sem að ég fékk nákvæmlega sömu einkennin (einkenni sem ég ætla ekkert að fara út í hér) þá lítur út fyrir að ég hafi líka fengið mér bita af góðgætinu. Kjúklingaskinka úr Spar ku eiga sök í máli.
Góð vinkona komst svo að orði þegar hún heyrði um ástand mitt: “best diet ever”, já svona næstum jafn gott diet og hálskirtlataka... mæli þó með hvorugu. Þvílíkur viðbjóður, þori varla að borða kjúkling, né nokkuð tengt kjúklingi, framar.

Vona þó að ég hafi ekki hrætt tilvonandi gesti mína frá komu hingað!
En við skulum bara segja að ég hafi lært af mistökunum, brennt barn forðast eldinn!!!

Er búin að henda inn myndunum sem ég lofaði fyrir löngu síðan... Eitt albúm frá Ljubljana og svo svona hitt og þetta í maí.
tjékkitát OG bætti við 2 nýjum linkum, á myndasíðuna hennar Bryndísar beibí og nýja blogg stelpurófunnar Ragnhildar

Jammjamm... farin í það að undirbúa Graz fyrir komu SöruHlínar :)

wiedersehen

sunnudagur, maí 15, 2005

Status report

alltaf lofa ég betri frammistöðu í bloggi... en virdist bara verda verri og verri í þessu! Og ætla því að vera raunsæ í þetta skiptið og segja ad líkur á bloggi fljótlega eru hverfandi. Aðeins og mikid af gledi, ferðalögum og öðru til ad hlakka til a næstunni (og jú einhver lærdómur líka!)

Ég var í Ljubljana fyrir helgi og er því formlega búúúin med blessaðan UN-kursinn, verð að segja eins og er að eg anda mun léttar fyrir vikid.
Þetta var samt ótrúlega gaman og lærdómsrikt! Held tho ad eg hafi lagt adeins of mikla vinnu í þetta, miðað við að ég fæ þetta bara sem M í einkunnaspjaldið mitt, var hrósað svona líka rosalega fyrir upphafsræðuna mína og alles ;)
Náði samt því miður ekki að sjá mikið af borginni, prógrammið var svo rosalega stíft. Komum þangað um þrjúleytið á fimmtudeginum og fengum rétt tíma til að skipta yfir í formleg föt áður en við byrjuðum herlegheitin. Um áttaleytið var svo loksins gerð pása á rökræðum og samningaviðræðum og okkur var boðið út að borða í einhvern kastala (alles inklusiv!) þar sem við vorum eitthvað fram á nótt. Byrjuðum svo aftur snemma á föstudagsmorgni, fólk misvel tilbúið í hamaganginn sem var í vændum en vorum búin með allt um eitt leytið. Aftur var okkur boðið út að borða og svo beint út á lestarstöð. Ég eyddi ekki krónu þarna en samt fórum við tvisvar út að borða og gistum á ágætis hóteli með morgunverðarhlaðborði :) swweeet!

jaman... þetta var nú leiðinleg lýsing á annars ágætri ferð.

Dagmar kom svo til mín á laugardag og fór aftur til Salzburgar í dag.
Planið var að taka því rólega á laugardagskvöldið til að vera hressar í kveðjupartýinu hans Robs (sem var í gærkvöldi). Tja það plan fór aðeins fyrir ofan garð og neðan. Við vorum báðar búnar að vera svo duglegar að læra vikuna á undan að okkur fannst við eiga skilið að fá okkur smááá í glas á lau.kvöldinu líka, sem leiddi af sér mikinn þynnkusunnudag og slaka frammistöðu í partýjinu. Gáfumst upp snemma og miðað við sms-in frá Rob um nóttina, misstum við af miklu. Síðasta sms-ið hljómaði allavega svona "ah u miised d cops busting d party!" hehehe
ohh well... ég verð víst að fara að læra að stundum verð ég bara að miss out, næ víst ekki allri gleði, allstaðar, alltaf :)

TALANDI um gleði! Láran mín er að koma í heimsókn til Graz núna á fimmtudaginn!!!
ohhh meeeen hvað ég hlakka til... og eins og það sé ekki nógu gott þá erum við að fara til Þýskalands (Tübingen) á laugardaginn að hitta Guðrúnu yfirjúllu og Heiðrúnusína :D jeeeeeeeeeeeeeeij hvað ég hlakka til!
MegaEurovisionstemming verður ríkjandi það kvöld, með keim af afmælisstemmingu þar sem hún Heiðrún á afmæli á sunnudaginn :D
Óbooj Rob er að fara á fimmmtudaginn, Lára koma og ég er að fara í próf!
Þetta er bara of mikið, hvernig á ég að geta haldið einbeitingu þangað til!

Jammjamm svo er komin staðfest dagsetning á heimkomu mína, svo þið getið sett stórann feitan hring utan um 7.júlí á dagatalinu ykkar!
Mér persónulega finnst rosalega stutt þangað til og finnst ég næstum vera að renna út á tíma!

Fáránlega mikið skemmtilegt að gerast þangað til og er thetta cirka planid fram ad heimför:

19.maí: Fyrsta heimsóknin frá Íslandi; Lára kemur til Graz (veiveivei!)

21.maí: Við Lára förum héðan yfir til Tübingen að hitta Heiðrúnu ammlisbarn, Gugu og hennar vini í mega Eurovisionstemmingu!

Byrjun júní: Sara Hlín í heimsókn :) (kíkjum mjög líklega til Búdapest)

júní: prófa og verkefnaskila-stress

22.-26.júní: Mamma og pabbi koma hingað og ég fer með þeim til Vínar.

28.júní-7.júlí: Flakk um Króatíu og Bosníu

7.júlí : ÍSLAND

Bara tæplega 2 mánuðir eftir! úffhhpúffh

En núna er ég að missa af sex&the city (á þýsku) heima, svo ég ætlað drífa mig zu Hause!

Laters

xXx

blogát
Áslaugsín

p.s gleymdi myndavélinni heima, en skelli inn myndum frá Ljubljana og fleiru a.s.a.p

þriðjudagur, maí 03, 2005

Pabbi Miiinnn

Þessi fjallmyndarlegi maður, sem gengur einnig undir nafninu Sá Sætasti (allavega í símaskránni minni!) á afmæli í dag!

Til HAMINGJU með afmælið elsku sætasti og bestasti pabbi í heeeiimi!!!
Ekki það að ég eigi marga... en ég þekki alveg svakalega marga pabba og hann er samt í uppáhaldi! ;)


SáSætasti! Posted by Hello

mánudagur, maí 02, 2005

Huggulegt

Já það er barasta allt eitthvað svo huggulegt þessa dagana í Graz.
Ég er búin að eyða talsverðum tíma í félagsskap sem ég verð nú bara að segja að ég er að farin að kunna að meta betur og betur, míns sjálfs.
Ég átti til dæmis einn besta dag sem ég hef átt síðan ég kom hingað um daginn, með sjálfri mér. Ég gerðist sek um það að segja vinum mínum hér að ég þyrfti að læra svo mikið að ég gæti ekki komið og hangið með þeim einfaldlega útaf því að mig langaði í smá kvolití tæm með sjálfri mér! Já þeir sem þekkja mig vel vita að þetta er töluvert “out of the ordinary” fyrir stelpuna mig, sem vill helst aldrei vera ein. Ég hef til dæmis aldrei fílað það að vera ein heima, nema þá að ég nái að plata einhverja vinkonu mína í sleepover eða hafi einhvern huggulegann mann mér við hlið :)
Það gæti þó ekki verið að litla stelpan sé að taka einhverjum þroska hérna?
Tja ég veit nú ekki með það, en ég kann afskaplega vel að meta þessa nýju stefnu, því þessi nýji félagsskapur er mér einkar vel að skapi.
Eftir skóla á þessum huggulega fimmtudagi rölti ég um borgina, kíkti í alls konar skrítnar búðir sem faldar eru í hliðragötunum, sat ein fyrir utan kaffihús og sötraði gott latté, fór í sólbað uppi á þaki, eldaði góðan mat fyrir mig eina og sötraði rautt með... huggulegt.
Reyndar endaði ég svo á því að rölta niður á pöbbinn minn góða (where everybody knows your naaaame... aahhh) og fór svo þaðan í frábært Studentenheim partý :) Verð þó að taka það fram, svo þið haldið ekki að ég sé alltaf í glasi hérna, að ég var heima að horfa á vidjó kvöldið eftir, á föööstudegi!! :)
Ég geri mér grein fyrir því að ykkur þyki það ekki stórmál... en þar til þið hafið prófað að vera skiptinemar þá skuluð þið halda þeim steinum, sem þið höfðuð hugsað ykkur að kasta, útaf fyrir ykkur! ;)

En huggulegheitin skýra líka slaka bloggframmistöðu, hver nennir svosem að vera lengur inni í tölvunni en nauðsyn krefur, þegar það er um 30 stiga hiti og sól úti?
Neibb einmitt.... allavega ekki ég!
Og að því sögðu ætla ég að fara út af þessu bókasafni og heim upp á þak... yndislegt að hafa uppgötvað þann læristað!

já og í dag er ég einmitt búin að vera hérna í akkúrat 3 mánuði svo ég vona að fólk sé farið að sakna mín... þó ekki væri nema örlítið!

ást og virðing


p.s Þetta var að sjálfsögðu mont-færsla og vona ég að fólk í prófum hati mig ekki of mikið eftir þennan lestur.
p.p.s Myndir koma vonandi inn á morgun...