laugardagur, júní 18, 2005

Íslendingafélagid i Graz med grídarlegt glens og gaman á 17.júní

gaeti verid fyrirsognin i Séd&heyrt, fyrir fréttina af 17.júní gledinni í Graz.

Fór í fyrsta og eina prófid mitt hér og skrifadi thad ad sjálfsogdu a íslensku, svona i tilefni dagsins. Íslendingafélagid í Graz for svo í skrúdgongu beinustu leid heim til Annie og song fyrir hana haehó og jibbíjeij, thjódsonginn og fleira hressandi, Íslendingafelagid hélt thar uppi gridarlegri thjódhátidarstemmingu sem faerdist svo yfir i loka erasmus partýid. Thar hyllti mannskapurinn íslenska fánann og nokkrir útvaldir fengu mynd af sér med thví fína flaggi.

Annie fékk inngongu í Íslendingafelagid eftir ad hafa logid til um thjóderni og svarad spurningum útlendinga um Ísland af mikilli faerni ... félagid hefur thví tvo medlimi innanbords í dag.

Vonandi var 17.júní-inn ykkar jafn skemmtilegur og minn.

Myndir komnar!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Á morgun segir sá...LATI

tja eða alveg þangað til sá lati fær pppPanickattack þegar hann fattar að á morgun er skiladagur!
Þannig cirkabout er lífið hjá mér þessa dagana, hver einasti dagur virðist vera skiladagur fyrir eitthvað! Er alveg að sjá það núna að próflausir kúrsar eru ekki alveg minn tebolli.
Ég sem hélt að ég þoldi ekki próf og væri til í að dreifa þessu jafnt og þétt yfir önnina með verkefnum hér og þar... eimmitt! Þannig gæti það kannski verið fyrir últraskipulagt fólk, sem kann á þennan skóla og eru ekki skiptinemar.
Ég mætti til að mynda í tíma um daginn og sá að það voru allir með einhverjar möppur með sér
“hva! Hvað er nú þetta?” spurði fávís skiptineminn
“jú “the semesterportfolio” með uppsöfnuðum heimaverkefnum þessarar annar!”
“aha... og hví hafið þér þetta meðferðis í dag?”
“jújú, skiladagur í dag!”
Jahá, en gaman. Ég sumsé vissi af þessu portfolio-i, því það á að skila svolleiðis í nánast öllum kúrsum sem ég er í, en ég hafði ekki minnstu hugmynd um að það ætti að skila því þennan dag, hélt að það væri bara í lok annar eins og í hinum kúrsunum (jájá ég veit að núna er svosum komið að “í lok annar”). Ég er því búin að vera undanfarna daga, sveitt við skrifborðið heima að reyna að klára öll þessi verkefni sem ég á að vera búin að vinna jafnt og þétt! Svitinn er reyndar ekki tilkominn af svakalegum tilþrifum við portfolio-gerð, heldur vegna hitans sem aftur er lagstur yfir Graz, eftir smá fjarveru (*hóst* Söruaðkenna!)
Maður er líka að verða svona helvíti fínt tanaður eftir lestur úti á svölum

Ásamt lærdómslestri er ég líka farin að lesa hina ýmsu bæklinga um sögu Graz.
Sara Hlín var ekki nógu ánægð með city-tourinn sem ég gaf henni og fannst ég vita heldur lítið um sögu Graz. Ég skil ekkert afhverju það var ekki nóg að fá lýsingar eins og “já hérna er Ráðhúsið og hjá innganginum standa fjórar styttu-kellingar... nei bíddu það vantar eina og aha ein af þeim er karlmaður! En sjáðu gosbrunninn þarna, þar ofaná standa fjórar kellingar”
Ég er því farin að búa mig undir að mamma og pabbi spyrji mig jafn kjánalegra spurninga og Sara Hlín (eins og ééég eigi að vita afhverju það vanti eina kellinguna!) þegar þau koma. Þá mun ég sko geta veitt þeim the grand-tour með einstaklega áhugaverðum lýsingum á hinum ýmsu styttum og byggingum, sehr interessant!

En jamm... farin í keilu

Á bara um 2 vikur eftir hérna í Graz og eru nákvæmlega 3 vikur og 2 dagar í heimkomu

Hlakka ofsa mikið til... en samt smá ekki!

laugardagur, júní 11, 2005

shabbashabbashabbadabba ... feel good!

Jahérna... er búin að vera á leiðinni að blogga alveg síðan Sara fór, en hef bara verið svo svakalega upptekin við að vera til! Og mikið ofsalega er það gaman akkúrat núna :)
Þegar Sara var hérna fór ég að verða miklu skotnari í Graz en ég var! Núna finnst mér þessi borg bara ekkert nema frábær og er planið að nýta þennan mánuð sem ég á eftir til hins ýtrasta! já og svo er bara hitinn búinn að fara stigvaxandi síðan hún yfirgaf borgina! Á meðan hún var hérna var bara skítakuldi og rigning, þurfti að fara í skólann í peysu OG jakka... sem er bara rrrrugl miðað við undanfarnar vikur, svo þetta fer allt á hennar reikning, bein tenging! Ég sem ráðlagði henni að taka bara létt föt með sér og bara einn jakka!

Herbergið mitt saknar nú samt Söru frekar mikið og hefði ég líka alveg verið til í að hafa hana hérna út mánuðinn... en þessar flugvélar hennar fljúga sér víst ekki sjálfar svo hún þurfti heim til að ferja ferðasjúka landann til hinna ýmsu landa.
Þessi vika sem hún var hérna var stóðst allar mínar væntingar and more!
Leit þó út fyrir að verða eitthvað klúður í byrjun.
Það byrjaði með því að Sara fékk ekki flug frá Frankfurt til Graz, þá urðum við að plana eitthvað annað og varð niðurstaðan, einhverra hluta vegna, hittingur í Vín.
Sara átti að taka lest sem færi beint til Vínar en sökum fáránlegra hluta og slæms karma SöruHlínar þá missti hún af þeirri lest og komst ekki til Vínar fyrr en seint seint og síðarmeir... þegar ég var búin að rúnta um alla Vín í leit að gistingu fyrir okkur í um klukkutíma (ráðstefnur um alla Vín og öll herbergi bókuð + ekkert laust á hostelum). Fann svo reyndar hótelherbergi og vorum við bara þakklátar fyrir að hostelin voru bókuð, borguðum slikk fyrir hið fínasta hótelherbergi og sváfum vel, lausar við að sofa með tíu manns í herbergi í pínulitlum og óþægilegum rúmum.
Myndirnar segja nú meiri og skemmtilegri sögu en ég gæti nokkurn tíman ritað hér, fórum frá Vín til Bratislava, þaðan til Búdapest og að lokum til Graz.
Kynntumst sniðugu fólki og þá aðallega í lestunum, sem voru vel úr sér gengnar, á leið frá Bratislava til Búdapest;
Lestarmiðavörðurinn sem talaði ekki stakt orð í ensku, tja nema jú við skyldum “island, hungarí, footballmatch” :) en þá höfðum við ekki minnstu hugmynd um að heima á Íslandinu góða væri sá leikur í gangi og landar hans að skora þriðja markið gegn okkar tveimur.
Hann settist þó hjá okkur og spjallaði heillengi við okkur á sínu fína máli sem við að sjálfsögðu skyldum ekki orð í. Svo var annar lestarmiðavörður einkar hress en ég átti við hann þetta samtal
Ásl: “Exskjúúss mí, are we supposed to change trains here?”
Hann: “yes!”
Ásl: “ohh ok, do you know from which platform our train leaves?” (þetta var í Rajka, landamærin... lítil lestarstöð og engar lestar nærri)
Hann: “yes, please sit down and finish”
Ásl: “? Finish? You mean we are supposed to carry on, on this train?”
Hann: “yes please finish”
Ásl: “finish to were?”
Hann (orðinn freeekar pirraður) : “you girl, sit down and finish”
Á þessum tímapunkti var annar gaur farin að fylgjast mikið með okkur og fannst þetta svaka fyndið og byrjaði að herma eftir lestargaurnum “sit down, finish” ... skyldi sennilega ekki orð af því sem hann var að segja.
Eftir að hafa rölt um lestina í leit að einhverjum sem skyldi ensku eða þýsku fann ég eina konu sem skyldi smá af hvoru og sagði hún mér hvað væri endastöð þessarar lestar og að við gætum skipt þar um lest.

Hangs, borða góðan mat, skoða dótarí og fínerí hér og þar og kósýheit einkenndu annars dagana okkar á þessu flakki og hérna í Graz. Ofsa fínt.

Brjálað að gera í skólanum núna... kannski ekki skrítið þar sem ég hef ekki verið neitt svakalega iðinn við kolann í þeim efnum, hingað til. En nú kippi ég upp sokkana og dríf mig í að klára þessa blessuðu önn, ásamt því að passa að tíminn renni mér ekki úr greipum... sem hann virðist þó vera að gera!
Hitti mömmu og pabba eftir 2 vikur, þá er bara ein vika eftir í skólanum, ein vika í Króatíu og svo kem ég bara heim í virkrar daga vinnu, helgardjamm og rándýra bjórinn!

Herzliche Glückwunsche til allra sem eru að útskrifast í dag!
Væri alveg til í að vera heima á Íslandi í dag... og koma svo aftur hingað á morgun.

Alles gute! Ást friður og strokinn kviður


SaraHlínMín í Vienna Posted by Hello